SÍF bendir á að opið er fyrir umsóknir um sumarlán 2016 á ,,mínu svæði,, á heimasíðu LÍN. Umsóknarfrestur er til og með 30.júní.                                                                                                   

 

Tilkynning vegna fyrirkomulags Söngkeppni framhaldsskólanna 2016

 

Söngkeppni framhaldsskólanna 2016 verður haldin 9. apríl í Reykjavík, í Stúdíó Saga Film, Laugarvegi 176 – gengið upp með húsinu vinstra megin inn í port.

Undanfarin ár hefur Söngkeppnin verið rekin með miklu tapi. Dvínandi áhugi virðist vera fyrir keppninni og reynst hefur erfitt að fá fólk til að mæta á aðalkeppni.

Söngkeppnin hefur síðastliðin ár verið unnin í samstarfi á milli Saga Film og SÍF. Í upphafi á skipulagningu söngkeppninnar 2016 var framkvæmdarstjórn SÍF tjáð að Saga Film gæti ekki staðið undir kostnaði keppninnar ef hún kæmi ár eftir ár í milljóna mínus. Breytt fyrirkomulag keppninnar er því vegna óskar okkar um að halda keppninni lifandi.

-

Því miður reynist ekki mögulegt að halda keppnina á Akureyri í ár vegna gífurlegs mismunar í kostnaði, en þátttökugjald hefði þurft að rísa upp í allt að 150.000 kr. á hvert nemendafélag hefði ákvörðun verið tekin um að halda keppnina fyrir norðan.

-

Núverandi breyting á þátttökugjaldi eru viðbrögð okkar við því að passa að stökkpallur fyrir unga og efnilega söngvara glatist ekki. Ákvörðun var tekin um að flytja söngkeppnina í Reykjavík til þess að ná viðráðanlegum kostnaði en enn leit út fyrir að þátttökugjald yrði engu að síður 100.000 kr. Í ár borga því allir þrjátíu framhaldsskólar landsins 40.000 kr þátttökugjald. Af þeim þrjátíu komast 12 skólar áfram í Aðalkeppnina. Eftirfarandi skólum verður einnig skylt að selja 20 miða á Söngkeppnina og hægt er að skipta þeim miðum á milli skóla.

-

Öllum þátttakendum framhaldsskólanna, sem greitt hafa þátttökugjaldið, er boðið á Æfingarhelgi Söngkeppni Framhaldsskólanna 2016. Helgin fer fram 19.–20.mars í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Á æfingarhelginni mun keppendum bjóðast æfing með hljómsveit, myndataka og vinnsla, og hár og förðun. Einnig fá keppendur framkomunámskeið undir handleiðslu Glowie, sigurvegara Söngkeppninnar 2014.

-

Ellefu keppendur verða valdir af dómnefnd. Tólfti keppandinn verður valinn í vinsældarkosningum eftir Æfingarhelgina. Hver skóli hefur eitt atkvæði.

-

Stigskipting þátttökugjaldanna í ár er nauðsynleg til þess að skapa meiri eftirspurn og takmarka kostnað við aðalkeppni. Með þessari skiptingu vantar upp á pening sem fjáröflunarteymi SÍF mun fylla upp í með styrköflun.

-

Við skiljum vel að nemendafélög Framhaldsskólanna eru misvel stæð og hefur Framkvæmdarstjórn SÍF því í fyrsta sinn skipað fjáröflunarteymi til að koma til móts við kostnað nemendafélaga við söngkeppnina. Við viljum einnig bjóða nemendafélögum sem eiga í erfiðleikum með fjármagn í þetta verkefni að hafa samband við Varaformann SÍF, Magnús Örn, magnusorn@neminn.is varðandi aðstoð og ráðleggingar þar sem hann er yfir fjáröflunarteymi SÍF.

-

Okkar markmið er að gera snið keppninnar sjálfbært og straumlínulagað svo að Söngkeppnin geti verið haldin ár eftir ár.

Keppnin er, eins og segir, stökkpallur fyrir unga og efnilega söngvara sem eru í þínu nemendafélagi. Við myndum harma það ef að tækifæri líkt og þetta, glatist.

 

Fyrir frekari útskýringar er hægt að hafa samband í síma;

Steinunn Ólína Hafliðadóttir, formaður SÍF: 893-7869

Magnús Örn Gunnarsson, varaformaður SÍF: 772-9629

Ályktun sambandsstjórnarþings um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum

Ályktun frá Sambandsstjórnarþingi SÍF, 28. nóvember 2015:

Sambandsstjórn SÍF krefst þess að tekið verði á því ófremdarástandi sem myndast hefur vegna slæmrar andlegrar heilsu ungs fólks og að ráðist verði í aðgerðir til þess að bæta aðgengi ungs fólks að sálfræðiþjónustu. Sambandsstjórn SÍF vill að gjaldfrjáls og aðgengileg sálfræðiþjónusta verði í boði fyrir alla framhaldsskólanemendur og að hún verði í hlutfalli við fjölda nemenda í hverjum skóla. Sambandsstjórn SÍF krefst þess að betur sé tekið á andlegum veikindum nemenda, t.a.m. með auknu svigrúmi til mætingar, og fordæmir brottrekstur nemenda að sökum slæmrar skólasóknar þegar fyrirliggjandi er vottorð um veikindi.

Í 33. grein framhaldsskóla laga er varða réttindi nemenda stendur: ,,Framhaldsskóli er vinnustaður nemenda. Allir nemendur framhaldsskóla eiga rétt á kennslu við sitt hæfi [...] sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan.” Sambandsstjórn SÍF ályktar svo að það hljóti að varða þarfir og almenna vellíðan nemenda að þeir fái að stunda nám sitt þrátt fyrir andleg veikindi. Auk þess kemur fram í 34. grein framhaldsskóla laga að framhaldsskólum beri skylda til að veita nemendum með tilfinningaörðugleika sérstakan stuðning og að þeir skuli leita til þess ,,að veita þeim nemendum sérstakan stuðning sem eiga við sértæka námsörðugleika að stríða eða veikindi.” Á þessum grundvelli krefst Sambandsstjórn SÍF að ráðist verði í afgerandi aðgerðir til þess að tryggja aðstoð og þjónustu sem tekur sérstaklega á andlegum veikindum.

Sambandsstjórn SÍF ályktar svo að brottrekstur nemenda að sökum slæmrar skólasóknar sé til þess fallið að gera nemendum með andleg veikindi erfiðara að fóta sig. Sambandsstjórn SÍF vill að aukið verði við svigrúm þeirra sem fyrirliggjandi hafa vottorð um veikindi til þess að stunda nám með frjálsa mætingu á eigin forsendum. Að reka nemendur úr skóla vegna slæmrar mætingar þegar andleg veikindi er orsök þess mun leiða af sér frekari erfðileika, vanlíðan og einangrun.

Þetta varðar þjóðfélagið í heild sinni. Helsta dánarorsök ungra karlmanna á aldrinum 18-26 ára er sjálfsvíg auk þess sem brottfall úr skóla er vandamál sem mun hafa alvarlegar afleiðingar í náinni framtíð. Báða þessa þætti má rekja til andlegrar veikinda.

Það er ekki „tabú“ að stríða við geðræn veikindi – ákall til menntamálaráðherra

Á síðustu dögum hefur enn ein byltingin rutt sér til rúms á samfélagsmiðlum. Yfirskrift hennar er #ÉgErEkkiTabú og undir henni hefur fólk birt frásagnir og reynslusögur sínar um baráttu við geðræn vandamál sem og ákall um að nú verða hlutirnir að breytast. Tilgangurinn er að uppræta þá fordóma sem fólk með geðræn vandamál þarf að þola, þ.e. að það sé ekki ,,tabú” að vera geðveikur.

Ástæða brottfalls

Ein helsta ástæða brottfalls úr framhaldsskólum er þunglyndi og kvíði, en samkvæmt Hvítbók menntamálaráðherra frá 2013 er eitt helsta markmið Illuga Gunnarssonar í ráðherratíð sinni að koma í veg fyrir brotfall úr framhaldsskólum. Lítið hefur verið gert til þess að sporna gegn þessari þróun í menntakerfinu, þó að við sjáum herferðir í samfélaginu með það markmið að taka á vandanum. Herferðin Út’meða varpaði ljósi á helstu dánarorsök ungra karlmanna á aldrinum 18-25 sem eru sjálfsvíg. Það er því ljóst að eitt helsta samfélags vandamál ungs fólks er vanlíðan og önnur geðræn vandamál. Úrræðaleysi og kostnaður þess að sækja sálfræðiþjónustu er það hár að ungt fólk hefur ekki fjárhagsleg tök á því að sækja slíka þjónustu.

Sálfræðiþjónusta í framhaldsskólum virkar

Á námsárinu 2012-2013 var Verkmenntaskólinn á Akureyri með sálfræðing í 50% starfi hjá sér í tilraunaskyni. Árangurinn lét ekki á sér standa, en rúmlega 10% nemenda sóttu sér aðstoðina og voru u.þ.b. 2,5 viðtöl á dag sem og hópmeðferðartímar í huglægni atferlismeðferð (HAM). Sjá mátti umtalsverðan árangur hjá þeim nemendum sem nýttu sér þjónustuna. Þar að auki kemur fram í skýrslu um verkefnið að auka þyrfti sýnileika á þjónustunni sem var í boði. Fram kom í skýrslu að sýnileiki þjónustunnar á milli námsbrauta var ekki jafn og því er mikilvægt að allar upplýsingar um slíka þjónustu séu aðgengilegar öllum nemendum allra námsbrauta.

Hvað er verið að gera í þessu?

Á þingfundi þann 13. október síðastliðin spurði Ingibjörg Þórðardóttir ráðherra hvort einhver áform væri um að eyrnamerkja sérstakt fjármagn til þess að auka aðgengi framhaldsskólanema að sálfræðiþjónustu. Út frá torskildu svari ráðherra við fyrirspurninni mætti ráða að svo væri ekki.

Því spyrjum við: ef að ein helsta ástæðan fyrir brottfalli úr framhaldsnámi eru geðræn vandamál og fyrirliggjandi eru til sannanir fyrir því að sálfræðiþjónusta í framhaldsskóla skilar árangri, af hverju sér menntamálaráðherra sér þá ekki fært að beina fjármagni í þessa þjónustu?

Við vitum hvað við viljum

Við viljum aðgengilega, gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu fyrir ungmenni. Við viljum taka á hinu samfélagslega meini sem vanræksla geðrænna vandamála hefur í för með sér. Við viljum taka á vandanum áður en það er of seint. Við viljum að það sé hlustað á okkur og við viljum losa okkur við tabúið. #ViðErumEkkiTabú

eftir Steinunni Ólínu Hafliðadóttur og Jónas Má Torfason

plaggat

Söngkeppni framhaldsskólanna 2015 verður haldin í húsnæði Sagafilm, Stúdíó 176 (gamla Sjónvarpshúsinu að Laugavegi) þann 11.apríl. 29 skólar eru skráðir í keppnina og er lagavalið jafn fjölbreytt og lögin eru mörg. SÍF hlakkar til að sjá og heyra í þessum hæfileikaríku og flottu fulltrúum framhaldsskóla landsins.

Nýr stjórnarmeðlimur í framkvæmdarstjórn SÍF

482380_4736138649174_1169237961_n

Kosið hefur verið um nýjan stjórnarmeðlim innan stjórnar SÍF, en það er hún Karen Björk Eyþórsdóttir, fráfarandi forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð sem tekur við starfi verkefnastýru hjá SÍF. Nú er framkvæmdarstjórnin orðin fullskipuð og vinnur hörðum höndum að því að skipuleggja aðalþing SÍF.

Söngkeppni Framhaldsskólanna 2014

songkeppni_framhaldskolanna_2014Söngkeppni Framhaldsskólanna fór fram þann 5.apríl síðastliðinn. 31 skóli tók þátt í keppninni og stigu mörg glæsileg atriði á stokk. 12 atriði komust áfram í úrslitakeppnina sem var haldin síðar um kvöldið.  Dómarar kvöldsins voru Högni Egilsson, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Valgerður Guðnadóttir og dæmdu þau atriðiTækniskólans sigur. Sara Pétursdóttir keppti fyrir Tækniskólann með lagið Make you feel my love eftir Bob Dylan. Í öðru sæti lenti Menntaskólinn í Kópavogi með lagið Hiding my heart eftir Adele og í þriðja sæti hafnaði Verzlunarskóli Íslands með lagið Bennie and the jets eftir Elton John.

Hér má finna siguratriði Söru